Eru Íslendingar heimskir?

Maður veit svosem hvað verið er að segja en þetta skilar sér ekki vel. Rétta orðið er einfaldlega heimska.

Bæði orðtakið "að lifa í búbblu" og svo orðið sjálft "búbbla" er ekki íslenskt á neinn hátt heldur komið úr ensku einsog flestir vita, "Living in a bubble" en meiningin er að sá sem lifir í loftbólu heyrir lítið eða sér það sem er fyrir utan hana og þar af leiðandi veit lítið um hvað er að gerast fyrir utan. Við lifum í okkar eigin loftbólu væri því orðréttara að segja en það hljómar samt fáráðnlega og engin nær meiningunni.

Að heimfæra þetta rétt uppá Íslensku án þess að móðga neinn og svo það skiljist vel hefði hann getað sagt að Íslendingar eru illa upplýstir og vita lítið um það sem er að gerast utan við garðshliðið hjá þeim en á góðri Íslensku er það venjulega kallað að vera heimskur.

Hann hefði því betur sagt það sem rétt er að Íslendingar eru heimskir.


mbl.is „Við lifum í okkar búbblu og teljum okkur óhætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa nú alltaf haft fullan rétt á að verja sig eða hvað?

Ég átta mig ekki alveg á því afhverju þessi stuðningsyfirlýsing kemur alltaf upp því að ég hef bara aldrei heyrt talað um kröfur þess efnis neinsstaðar að Ísraelsmenn eigi ekki að hafa fullan rétt á að verja sig. Alveg stórundarlegt nema kannski auðvitað að þegar svo vörnin snýst í sókn og verður að allsherjar slátrun á íbúum Gaza þá þurfi að verja hana með einhverjum slíkum yfirlýsingum. Það er kannski það sem er líklegast.

En það er augljóst að það þarf að fara að taka á þessu aðskilnaðar vandamáli milli Palestínumanna sem búa á Gaza og Ísrael. Það má segja með réttu að núna hafi Palestínumenn sem þar búa verið að brjótast út úr fangelsinu því Gaza búðirnar eru gjörsamlega lokaðar frá umheiminum með háum múrum og allt sem fer þar inn eða út er undir stjórn Ísraela.

Þetta er stórt og mikið vandamál og það á eftir að versna mikið fyrir báða aðila eftir þetta.

Ég get ekki séð annað en að Ísrael annaðhvort neyðist að hertaka Gaza einsog það leggur sig en það er hægara sagt en gert.

Eitt er ljóst að á meðan Bandaríkin halda áfram að beita neitunarvaldi á alla gagnrýni á landtöku Ísraels á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna þá verður ekkert annað en tortíming sem bíður fólksinns sem býr á Gaza því það kemst hvergi og það er orðið illa þrengt að því. Þetta á eftir að valda miklum hörmungum fyrir báðar þjóðirnar.


mbl.is Segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju ekki bara að fá þá til að rækta villtan Íslenskan lax í kvíunum?

Þá kvartar enginn yfir því ef þeir sleppa. Það er ekki eins hagkvæmt augljóslega vegna hægari vaxtar og annarra vandamála en hjálpar til þegar þeir sleppa.  Ef þeir geta ræktað þúsundir tonna af eldilaxi afhverju ekki að taka sig til og rækta bara upp villta Íslenska laxastofninn á meðan hann er ennþá hreinn? Það ætti ekki að vera vandsmál með allar ræktunarstöðvarnar tilbúnar útum allt land.

Meira vælið alltaf.


mbl.is Baulað á ráðherra á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband