Þá vaka þeir bara lengur frameftir
24.11.2023 | 11:38
Ég reikna með að skóladagurinn færist þá að sama skapi sem þýðir að "líkamsklukkan" verður sú sama hjá þeim og þeir fara að sofa seinna. Engin breyting á svefnlengd, bara breyting á hvenær þeir sofna og hvenær þeir vakna.
Er ekki betra að leggja bara niður skólahald unglinga á þessum aldri? þeir læra hvorteð er ekki neitt fyrr en þeir fara í menntaskóla. Það myndi spara talsvert fyrir ríkið líka sem gæti þá sent alla þessa peninga til landa sem standa í stríðsrekstri en það er víst mjög dýrt hefur maður heyrt.
Ærðust af fögnuði yfir hugmyndum borgarstjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Og færri úr kulda þá vonandi?
16.11.2023 | 08:51
Helvítis væl og hræðsluáróður alltaf hreint. Síðast þegar ég vissi þá drepast fleiri úr kulda í Evrópu heldur en úr hita. Það er heldur ekkert betra en að fá smá hlýindi. Gott fyrir gróðurinn og gott fyrir kroppinn. Þess vegna þurfa Íslendingar að fljúga einsog farfuglar til heitulandanna til að komast í hitann.
Samkvæmt rannsókn sem var birt í The Lancet gerða í 854 borgum í Evrópu og tók yfir tímabilið 2000-2019 þá dóu árlega úr kulda að meðaltali 203,620 á móti einungis 20,173 sem dóu úr hita.
Hvar eru fréttirnar um allt fólkið sem er að krókna úr kulda? Ef blaðamenn hefðu heila þá myndu þeir tala mikið og hátt um öll þessi dauðsföll og á sama tíma láta vita að ekki væri öll von úti enn því að það fer hlýnandi sem betur fer. En í stað þess að tala um fjallháa hrauka af frosnu fólki þá tala þeir um blessuð hlýindin og gamalt fólk sem nær sælt að deyja heima hjá sér í góða veðrinu en það kalla þeir síðan loftslags hamfarir. Þetta heilaleysi hrjáir ekki bara blaðamenn því að stjórnmálamenn á vindbarinni og kaldri eyju langt norður í Atlantshafi gera allt sem á þeirra valdi stendur til að það kólni meira hjá þeim en þeir halda að þeir geti lækkað hitastigið með því að greiða skatt til einhverra útlendinga. Hvað gengur þeim til eiginlega, eru þeir að reyna að hækka dauðsföll af völdum kulda í Evrópu?
Fleiri munu látast í hitabylgjum á næstu árum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Að setja rautt límband yfir bæjarnafnið er rangt.
Að segja síðan að þetta sé sett upp til að tryggja raunverulega vegvísun er óskiljanlegt.
Þeir hefðu mögulega getað sett krotið upp sem undirstrikun og þá sem áherslu en þá hefðu þeir átt að hafa aðvörun með sem skýrir hvað sé á ferðinni.
Vegagerðin á auðvitað að gera einsog vegagerðir eiga að gera, setja upp sérstök aðvörunarskilti sem vara við skriflega hvaða hætta sé á ferðum. "STOP" "AÐVÖRUN" "WARNING" "VARÚÐ" "DANGER" "FARIÐ EKKI LENGRA" "DO NOT PROCEED FURTHER" "HÆTTA Á ELDGOSI OG JARÐSKJÁLFTUM" "RISK OF ERUPTION AND EARTHQUAKES"
En þessi framkvæmt var mjög vitlaus og svörin sem menn hafa fengið eru enn vitlausari sem kannski skýrir það betur hvað gerðist.
Ef spurt er: "Hvað voru menn að pæla eiginlega?"
Þá er svarið: "Ekkert"
Við setjum þetta ekki upp að ástæðulausu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)