Heimatilbúið AB Jógúrt
1.4.2020 | 14:22
Fyrir fjölmörgum árum síðan eftir að hafa lesið innihaldslýsingu á AB mjólk velti ég því fyrir mér hvort ekki væri hægt að búa til svoleiðis sjálfur. Eitt af örfáum innihaldsefnum í AB mjólk var undenrennuduft sem ég hafði aldrei séð og vissi ekki hvar í ósköpunum maður gæti fengið svoleiðis. Að menn dyttu það til hugar að gera duft úr undanrennu fannst mér líka stórmerkilegt því undanrenna virðist nú ekki vera mikið meira en útþynnt skolvatn. Mikið af undanrennu hlýtur því að þurfa í eina litla teskeið af því.
Þar sem ég hafði engin tök á að kaupa undanrennuduft og fannst ekki vert að vera reyna að búa það til sjálfur þá prófaði ég að hella um það bil einum desilíter af AB mjólk í lítersfernu af kaldri ferskri mjólk sem ég var búin að tappa aðeins af til að gera pláss fyrir viðbótina. Þetta hristi ég svo aðeins og lét standa á eldhúsbekknum í um sólarhring til að láta gerlana fjölga sér. Og viti menn, eftir sólarhringinn hafði ferskmjólkin galdrast í þessa líka fínu AB mjólk. Ég setti þetta strax í ísskápinn og þar varð hún enn þykkari og alveg afbragðs góð. Hver tilgangur undenrennuduftsinns í originalinum er veit ég ekki.
Í dag geri ég þetta reglulega og bý mér þá til AB jógúrt með hinu og þessu sem til er hverju sinni. Það er hægt að setja næstum hvað sem er nema sumt grænmeti einsog lauk og svo auðvitað kjöt og fiskmeti sem ég mæli ekki með nema þá kannski harðfisk. Allt annað er gilt. Allir ávextir nema bananar, sem eru jú góðir og fara vel í jógúrtinu en konan segir að bananar með jógúrt séu stórt NoNo útaf einhverju sem hún las á Internetinu svo það er ekki í boði nema þegar hún sér ekki til. Musli, kornflex, allskonar morgunkorn, bláber, jarðarber, melónur, hnetur, möndlur, döðlur, sveskjur, kanill, kanil sykur og það nýjasta hjá mér er að setja útí þetta eina teskeið af mjög fínmöluðu Santos kaffi sem er alveg ó-t-r-ú-lega gott. Menn verða bara að prófa það.
Yfir og út...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Og þá byrjar það
31.3.2020 | 23:22
Í byrjun er mikil hætta á að starfsfólk sjúkrahúsa þurfi að fara í sóttkví vegna tengsla við smitaða einstaklinga heimafyrir. Smit á spítala er mun alvarlegra einsog sést á hvað margir detta frá störfum. Eðlilegt er að loka vinnustað þar sem smit á einum starfsmanni greinist en það auðvitað gengur ekki upp með sjúkrastofnun sem svo aftur eykur hættuna á frekari dreifingu á stofnunni. Vonum bara að tekist hafi að koma í veg fyrir frekari smit þarna því smitin utanfrá halda áfram að aukast og sjúkrahúsið þarf að geta starfað eðlilega undir miklu álagi á næstu vikum. Þetta er akkúrat það sem gerist ásamt tækjaskorti sem lamar heilbrigðiskerfið og veldur auknum og ótímabærum dauðsföllum.
Ég bind vonir við malaríulyfið í bland við zink til að ráða niðurlögum veirunnar en samkvæmt læknum sem nota þessa aðferð þarf að byrja strax á meðferð þegar sjúklingar verða andstuttir til að stöðva veiruna. Erfiðara þegar sjúklingar eru orðnir of veikir því þá er skaðinn skeður og lungun þegar orðin skemmd. 200mg með 220mg af zink í 5 daga segir einn Bandarískur læknir sem segist hafa notað það með 100% árangri en áréttar að byrja þurfi um leið og sjúklingar verða andstuttir. Á Ítalíu voru notuð 400mg með misjöfnum árangri sem kannski bendir til að byrjað hafi verið of seint á lyfjagjöfinni.
Allavega smá ljós í myrkrinu.
Þrír starfsmenn sjúkrahússins með veiruna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meira en versta spá?
29.3.2020 | 23:28
Fólk á gjörgæslu er meira en versta spá gerði ráð fyrir? Það er auglaust að það er engin stjórn á dreifingu veirunnar nema þá sú stjórn að koma henni sem víðast á sem stysstum tíma. Það virkar auðvitað, sem flestir verða veikir og plágan rénar á endanum en það skilur eftir sig slóð eyðileggingar því að þetta er ekki venjuleg flensa. Hún yfirfyllir og þar af leiðandi lamar heilbrigðiskerfin svo að þeir sem virkilega þurfa hjálp fá hana ekki. Það var óábyrgt að hleypa henni svona af stað í þeirri von að eitthvað hjarðónæmi myndaðist því að kerfið ræður ekkert betur við það hér en í öðrum löndum.
Svæðum átti að loka strax frá upphafi því að þá hefði fólk innan þeirra geta sinnt sýnu og auðveldara hefði verið að fylgjast með smitum.
Fjölgun smita utan sóttkvíar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Meira fiktið alltaf
29.3.2020 | 02:59
Það er alveg satt að mörg af bestu lyfjunum hafa fundist með fikti eða fyrir tilviljun einsog Penicillin og Viagra.
Viagra var í klínískum rannsóknum sem hjartalyf fyrir hjartveika þegar það uppgötvaðist að það hafði merkilega aukaverkun. Aukaverkunina þekkja allir sem var svo virk að hætt var við að nota það sem hjartalyf og það notað sem stinningarlyf í staðinn. Það sem átti að gera hjartanu gott áður var ekki meir því að nú var hjartveikum varað við því að taka lyfið eftir að því var breytt í stinningarlyf. Um nákvæma ástæðu þess að lyfinu var beint að öðrum sjúkdómi veit ég ekki en ég tel það líklegast að það hafi með markaðs og sölumöguleika að gera heldur en virkni. Hvaða hjartasjúklingur vill ekki hafa beinstífan göndul allan daginn sem aukaverkun við lyfinu sem þeir þurfa að taka á hverjum degi alla ævi? Þeir eru örugglega mun færri en þeir sem hafa ekki hjartsjúkdóma og vilja fá hann upp þegar þeir vilja. Og það finnst mér líklegasta ástæðan. Það eru margar mun verri aukaverknir sem lyf gefa en þessi. Þetta hefði getað verið selt með sem bónus í hjartalyfinu. En þeir kusu frekar að selja það sér og vara svo vesalings hjartasjúklingana við því að taka það.
Það er aðallega tvennt sem ýtir á eftir uppgötvun nýrra lyja, þörfin til að lækna sjúkdóma annarsvegar og hinsvegar þráin eftir peningum. Það virðist samt sem þráin eftir peningum sé ráðandi í leitun af lyfjum gegn bæði nýjum og gömlum sjúkdómum. í sjálfu sér er það augljóst því öll eru þessi fyrirtæki háð innstreymi af peningum til að geta haldið starfsemi gangandi en það þarf að fylgjast með jafnvæginu þarna á milli svo að þörfin eftir lækningu og bættri vellíðan verði ekki undir í þránni eftir gróða.
Þetta sýnir sig vel þegar gömul lyf sem hafa verið notuð í áratugi finnast hafa góða virkni gegn einhverjum kvillum. Þá hafa stóru lyjarisarnir afar takmarkaðan áhuga á að gera eigið lyf úr þessum efnum gegn kvillanum því að það tekur sig ekki að gera það vegna of mikillar samkeppni því allir geta gert þau og lítill gróði fylgir því. Svo þó að það lækni fólk þá er ekki þar með sagt að þeir hafi áhuga á að fara útí stórframleiðslu á þeim. Eins þegar lyf finnast ekki hæf til einkaleyfis að þá er einsog allur vindur fari úr rannsóknum og áhuga lyfjarisans á lyfinu.
Þannig að áhuginn á að lækna fólk að fullu er ávalt minni en áhuginn á gróða.
Bestu lyfin eru þau sem gefa mest af sér, skiljanlega. Þau geta það á ýmsan hátt. Með einkaleyfum, en þannig getur lyfjarisin verið viss um að halda einræði í sölu á lyfinu. Með reglulegri notkun, þar getur lyfjarisinn verið viss um reglulega innkomu. Það getur gerst ef þörf er á reglulegri inntöku í langan tíma, sem læknar ekki kvillan(það má ekki) en frekar heldur honum niðri eða bætir vellíðan á meðan intöku stendur. Sum uppáhalds lyfin hjá lyfjarisunum hafa svo þann hátt á að ekki má hætta inntöku á þeim því að þá gerist eitthvað slæmt. Það tryggir ævilanga inntöku og trygga sölu fyrir lyfjafyrirtækið.
Bóluefnin eru þau lyf sem lyfjarisarnir sækjast mest eftir því að þau lúta slakari öryggisreglum en venjuleg lyf sem við gleypum í okkur. Sér í lagi árleg inflúenzu bólusetningar lyf. Það mætti ætla að efni sem er sprautað inní blóðstreymið framhjá varnarveggjum líkamans sættu mun harðari reglum um bæði virkni og áhættu en pilla sem maður gleypir sætir. En svo er ekki þótt undarlegt sé.
Bóluefni og önnur lyf eru okkur nauðsynleg en það þarf að huga vel að jafnvæginu milli græðgis og lækningar þarfar. Lyfjafyrirtæki þrífast illa í sjúkdómalitlu umhverfi.
Bendi svo á stórmerkilega mynd sem allir ættu að horfa á https://vaxxedthemovie.com/
Myndin er eftir Andrew Wakefield, lækninn sem uppgötvaði tengsl milli MMR og einrænu sem svo CDC(bandaríska lyfjaeftirlitið) fann út seinna að var rétt en leyndi þeim niðurstöðum.
Trailer https://www.youtube.com/watch?v=by3ILYBQylM
Eykur notkun algengra hjartalyfja hættu á smiti? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var mikið!
28.3.2020 | 07:34
Það þarf hugrekki til að standa upp og lemja í borðið þegar straumurinn er sterkur á móti. Vilhjálmur læknir á hrós skilið ásamt þeim læknum Atla og Sigurði á Norð-Austurlandi sem eru að biðja um lokun. https://www.mbl.is/frettir/innlent/2020/03/25/laeknar_vilja_loka/ Það er ekki hægt að loka bara hluta af kerfinu innafrá, það getur aldrei gengið upp. Eru leikskólar á Ítalíu kannski ennþá opnir? Það þarf svæðislokanir á meðan ekki er eitt smit á svæðinu. Þá getur fólk innan þess svæðis haldið áfram sínu daglega lífi að vissu marki. Seinna þegar plágan er í rénun og mesta pressan er af heilbrigðiskerfinu er hugsanlega hægt að opna að hluta en að halda öllu opnu á meðan plágan er í bullandi uppsveiflu er glæpsamlegt gagnvart gamla fólkinu innan þeirra svæða sem eru smitlaus. Það verður ekki auðvelt viðureignar þegar fólk fer að veikjast á afskektum stöðum með kannski allt á hvolfi í heilbrigðikerfinu á sama tíma. Ég hugsa bara að það sé að verða of seint en hér þarf að hafa hraðar hendur því þunginn fer að aukast mikið á sjúkrastofnanir á höfuðborgarsvæðinu á næstu dögum og það fer líka að koma að því að starfsfólk á spítölum fari að smitast. Mér sýnist að mönnum sé að verða ljóst að þetta sé orðið stjórnlaust og veiran sé mun illvígari en menn bjuggust við og verður ekki haminn með þeim hætti sem menn ætluðu í fyrstu.
Vill kalla sóttvarnaráð saman til fundar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smit starfsfólks fátíð?
28.3.2020 | 06:43
Þetta finnst mér sérstakt því hvert smit er alverlegt með það í huga að heimsfaraldurinn byrjaði líklegast hjá einni manneskju. Síðan eru talin upp 10 smit í leikskóla, 10 smit í grunnskóla og þar fram eftir götunum og síðan stært sig af því að þetta sýni nú að þær takmarkanir og aðgerðaferlar sem hafa verið gerðir séu að bera árangur. Þarna er líka talað um fátíð smit einsog faraldurinn hafi verið í gangi í áratugi. Og þetta er bara rétt að byrja.
Í byrjun fannst þeim mjög líklegt að veiran hætti að virka eftir að 600 voru orðnir smitaðir og þeim fannst það svo líklegt að þeir byggðu allt forvarnarstarf á þeirri mjög svo ólíklegu spá. Og afhverju mega læknar á Norðausturlandi ekki takmarka aðgang hugsanlegra pestbera á svæðið sem heldur marga eldri borgara sem eru í áhættuhópi? Væri nú ekki betra að halda meira aftur af veirunni í einhverjar vikur svo auðveldara verði að sinna því fólki þegar svo smit berst þangað á endanum? Á að hafa spítalana yfirfulla og sjúkraflutninga erfiða þegar fólk fer að veikjast alvarlega þarna? Þetta svæði er afskekt og snjóþungt. Mér sýnist á öllu að það sé planið.
Ekkert leikskólabarn í Reykjavík með COVID-19 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bjuggust menn við einhverju öðru?
23.3.2020 | 08:15
Var stefnan í upphafi virkilega tekin á bjartsýnisspána? Venjulega þegar um mannslíf er að tefla er unnið frá svörtustu spánni og svo slakað á eftir að menn gera sér betur grein fyrir hættunni. Og þarf virkilega að gera reiknilíkan til að búa til einhverja bjartsýnisspá sem er svo unnið eftir þegar við höfum biksvartan raunveruleikan æpandi á okkur frá Ítalíu og víðar? Ég bara átta mig ekki á þessu. Halda menn að þessi veira hafi kannski slappast eitthvað við ferðalagið til Íslands?
Ég vona bara að þessi nýji/gamli lyfjakokteill sem var verið að prófa komi að gagni þegar þetta verður komið á fullt skrið eftir nokkrar vikur því ég reikna ekki með að menn séu undirbúnir undir það sem koma skal.
Sú stefna sem menn enda með í svona bardaga er stefnan sem átti að taka í upphafi.
Stefnum í dekkstu spána | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sýrlenskt góðgæti til styrktar Jemen
3.6.2018 | 03:19
Mogginn þegir alveg um hverjir standa að baki þessum hörmungum og hverjir fóðra drápsvélina sem er að sprengja allt í tætlur í Jemen. Það er einsog það sé algjört aukaatriði og komi málinu bara ekkert við. Það mætti halda að þetta væru náttúruhamfarir sem væru að hrjá Jemena. Bæði BNA og Bretar(já þeir sömu og vildu ræna okkur 2008 sem allir virðast hafa gleymt) hafa selt Sádum vopn til þessa stríðsrekstrar og styðja dyggilega við bakið á þeim í þessari slátrun. Afar sérstæð afstaða hjá Mogganum en svosem ekkert nýtt þegar kemur að stuðningi við illu öflin.
Sýrlenskt góðgæti til styrktar Jemen | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trekantar eru ekki fyrir alla
13.12.2017 | 15:23
Nennti ekki að lesa greinina en ef hann langar í professional trekant þá væri þessi hlekkur góð byrjun svona til að sjá um hvað þetta snýst.
Getting professional in trekant
Elskar kærustuna en langar í trekant | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlekkur á upprunalegu fréttina
27.2.2012 | 03:13
Hvergi talað um hótun um tortímingu Ísraels, aðeins að "Ísraelska ríkistjórnin sé á barmi upplausnar og muni vissulega leysast upp ef ráðist verður á Íranska lýðveldið."
Hlekkur á upprunalega frétt á PressTV : http://www.presstv.ir/detail/228296.html
Greining á annarri frétt sem fór einsog eldur um sinu á sýnum tíma og er enn notuð.
Svona kom þetta í fréttum : "Israel wiped off the map" eða "Ísrael þurrkað útaf kortinu"
Í raun var það "the regime occupying Jerusalem must vanish from the page of time"eða "Stjórnin sem er við völd í Jerusalem þarf að hverfa í tímans rás"
Hlekkur: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2006/jun/14/post155
Íran hótar tortímingu Ísraels | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)