Eru Íslendingar heimskir?

Maður veit svosem hvað verið er að segja en þetta skilar sér ekki vel. Rétta orðið er einfaldlega heimska.

Bæði orðtakið "að lifa í búbblu" og svo orðið sjálft "búbbla" er ekki íslenskt á neinn hátt heldur komið úr ensku einsog flestir vita, "Living in a bubble" en meiningin er að sá sem lifir í loftbólu heyrir lítið eða sér það sem er fyrir utan hana og þar af leiðandi veit lítið um hvað er að gerast fyrir utan. Við lifum í okkar eigin loftbólu væri því orðréttara að segja en það hljómar samt fáráðnlega og engin nær meiningunni.

Að heimfæra þetta rétt uppá Íslensku án þess að móðga neinn og svo það skiljist vel hefði hann getað sagt að Íslendingar eru illa upplýstir og vita lítið um það sem er að gerast utan við garðshliðið hjá þeim en á góðri Íslensku er það venjulega kallað að vera heimskur.

Hann hefði því betur sagt það sem rétt er að Íslendingar eru heimskir.


mbl.is „Við lifum í okkar búbblu og teljum okkur óhætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 9. október 2023

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband