Hvernig verður þetta þegar allir verða komnir á rafmagnsbíla?

Það lítur ekki vel út planið fyrir orkuskiptin og menn aðeins rétt byrjaðir að prófa hvernig líf án jarðefnaeldsneytis á bifreiðar getur verið. Verður þetta ekki bara einsog að setja öll eggin í sömu körfuna því þegar rafmagnsframleiðsla, einhverra hluta vegna, fellur niður þá stöðvast allt. Svona kommúnista stjórnarfar og hugsunarháttur þar sem þvinga á samfélagið í að nota einn orkugjafa er stórvarasamt. Það á að gefa samfélaginu kost á að nota þá orkugjafa sem bjóðast því að þannig aðlagar það sig sjálft að hagkvæmustu lausninni.  Að Ísland skuli vera í þykjustuleik að reyna gera eitthvað gagnlegt með kolefnisaðgerðum sínum landsmönnum til vandræða er grátlega heimskulegt á sama tíma og stórþjóðir þar sem allir íbúar Íslands gætu búið í einu borgar hverfi, mása og blása gasi lifsins úr verksmiðjum sínum allan sólarhringinn.

Við þetta má bæta að allur kolefnis útblástur mannkyns er einungis 4% af heildar kolefnislosun jarðar en 96-97% eru af náttúrulegum orsökum. Embættismenn Íslands hafa verið hafðir af fíflum eina ferðina enn.

Ég legg til að stjórnarskránni verði breytt svo að hún innihaldi klausu sem hljóðar einhvern vegin svona. "Ráðherrar og löggjafar skulu bera persónulega ábyrgð á ákvörðunum og lögum sem þeir samþykkja. Laun þeirra skulu vera sambærleg launum leikskóla kennara."

Þá kannski fyrst fáum við mennskt hugsjónarfólk með getu og áhuga til að vinna að hagsmunum okkar allra.


mbl.is Íbúar geta hlaðið bíla sína frítt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 10. febrúar 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband