Afhverju að breyta tungumálinu? Fyrir hvern er þetta hugsað?

Ég hef aldrei séð nein vitsmunaleg rök fyrir því afhverju það sé tímabært að breyta tungumálinu í kynhlutlaust, hvaðan kemur þessi ófögnuður? Hverjir liggja að baki þessu?

Hverjir á Ríkisútvarpinu tóku þá ákvörðun um að gera það og afhverju finnst þeim það nauðsynlegt?

Ísland er ekki eina landið þar sem þetta er í gangi því þetta kemur upp á talsvert mörgum stöðum samtímis.

Það er verið að reyna að leggja af Íslenska málhefð, hvað er í gangi?

Afhverju ganga stjórnvöld ekki bara alla leið og fyrirskipa að nú skuli Íslenskan vera lögð af og tekin upp Kínverska í staðin?  "Hún" er kynhlutlaus.

Ta = Hún, hann, það

Ta men = Þær, Þeir, Þau

Það er mun auðveldara heldur en að reyna að breyta tungumáli sem byggist að miklum hluta á kynjuðum orðum.

Meiri vangefnin sem hrjáir þessa vesalings embættisMENN.


mbl.is Mun ekki tala um „Norðfólk“ í stað „Norðmanna“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. maí 2024

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband