Og fíllinn í herberginu?

Það stingur í stúf að í fréttinni er hvergi minnst á Evrópusambandið sem hugsanlegan aðila sem þyrfti að hafa gætur á. Kannski var það fréttamaðurinn sem sleppti því eða "sérfræðingurinn", hver veit? Benda í hina áttina og segja að nú þurfi allir að horfa þangað heldur en að beina sjónum að vélabrögðum Evrópusambandsinns sem er nú þegar komið með annan fótinn inn um dyrnar og vinnur hörðum höndum með Íslenskum landráðsmönnum að því að ná undir sig þessu landsvæði ásamt þeim auðlindum sem því fylgir. Það er látið líta út fyrir að Evrópusambandið sitji bara hreyfingarlaust og bíði eftir að Íslendingar geri upp hug sinn. Að líta svo á að Evrópusambandið sé einhver hlutlaus félagsmálastofnun sem getur og hefur það göfuga markmið að gera íslenskt þjóðfélag betra, ríkara og sjálfstæðara en það er í dag er stórkostleg hugsanavilla. Ef Ísland hagnast á því að ganga í sambandið þá tapar Evrópusambandið á því og ef Evrópusambandið hagnast á því þá tapar Ísland á því. Það er ekkert Win-Win í þessari umræðu.

Og að bregðast við með viðeigandi hætti einsog "sérfræðingurinn" sagði? Hvað felst í því eiginlega. Það hlýtur þá að vera áróður í ýmsu formi sem talar með innlimun því það er ekkert minnst á áróður með aðild sé eitthvað sem þurfi að varast.

Nú þarf að hafa augun opin og beina þeim í rétta átt því að áróðurinn er byrjaður.


mbl.is Óttast erlenda íhlutun á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 18. mars 2025

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband