Heimatilbúið AB Jógúrt

Fyrir fjölmörgum árum síðan eftir að hafa lesið innihaldslýsingu á AB mjólk velti ég því fyrir mér hvort ekki væri hægt að búa til svoleiðis sjálfur. Eitt af örfáum innihaldsefnum í AB mjólk var undenrennuduft sem ég hafði aldrei séð og vissi ekki hvar í ósköpunum maður gæti fengið svoleiðis. Að menn dyttu það til hugar að gera duft úr undanrennu fannst mér líka stórmerkilegt því undanrenna virðist nú ekki vera mikið meira en útþynnt skolvatn. Mikið af undanrennu hlýtur því að þurfa í eina litla teskeið af því.

Þar sem ég hafði engin tök á að kaupa undanrennuduft og fannst ekki vert að vera reyna að búa það til sjálfur þá prófaði ég að hella um það bil einum desilíter af AB mjólk í lítersfernu af kaldri ferskri mjólk sem ég var búin að tappa aðeins af til að gera pláss fyrir viðbótina. Þetta hristi ég svo aðeins og lét standa á eldhúsbekknum í um sólarhring til að láta gerlana fjölga sér. Og viti menn, eftir sólarhringinn hafði ferskmjólkin galdrast í þessa líka fínu AB mjólk. Ég setti þetta strax í ísskápinn og þar varð hún enn þykkari og alveg afbragðs góð. Hver tilgangur undenrennuduftsinns í originalinum er veit ég ekki.

Í dag geri ég þetta reglulega og bý mér þá til AB jógúrt með hinu og þessu sem til er hverju sinni. Það er hægt að setja næstum hvað sem er nema sumt grænmeti einsog lauk og svo auðvitað kjöt og fiskmeti sem ég mæli ekki með nema þá kannski harðfisk. Allt annað er gilt. Allir ávextir nema bananar, sem eru jú góðir og fara vel í jógúrtinu en konan segir að bananar með jógúrt séu stórt NoNo útaf einhverju sem hún las á Internetinu svo það er ekki í boði nema þegar hún sér ekki til.  Musli, kornflex, allskonar morgunkorn, bláber, jarðarber, melónur, hnetur, möndlur, döðlur, sveskjur, kanill, kanil sykur og það nýjasta hjá mér er að setja útí þetta eina teskeið af mjög fínmöluðu Santos kaffi sem er alveg ó-t-r-ú-lega gott. Menn verða bara að prófa það.

Yfir og út...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband