Sláandi tölur?

Hvað eru menn að drekka eiginlega? Sláandi tölur? Kínverjar að reyna að stemma af af dánartölur og bæta inn 1290 hræðum. Það var rétt í þessu verið að skrá 847 ný dauðsföll í Bretlandi en þar eru núna 15000 dánir og Bandaríkin hafa 35000 dauðsföll. Þetta eru slándi tölur!

Einhver afstemmming í Wuhan borg í Kína þar sem á hverjum degi deyja 210 manns af eðlilegum orsökum! Tjahh það tekur ekki nema 6 daga að fylla upp 1290 dauðsföll ef miðað er við 7 dauðsföll á 1000 íbúa á ári. Whuan hefur 11 miljón íbúa.

Að reyna að halda því fram að Kínverjar hafi verið að reyna að fela dauða 1290 hræða er aulalegt. Er fólk síðan virkilega svo vitlaust að trúa því?

Kínverjar eru augljóslega ekki að fela það ef þeir eru að birta það eða hvað? Og ef ætlunin hjá Kínverjum hafi verið að leyna þessu þá værum við ekkert að sjá það núna, það er alveg á hreinu.

Hvaða ástæðu hefðu þeir til að fela dauðsföll af 1290 manns?, dropi í hafið hjá þeim og hefur enga þýðingu í þessum faraldri.

Og hvaða ástæðu hefðu þeir til að birta það núna?, það er ennþá áhugaverðara.

Áróður framar ábyrgri blaðamennsku virðist vera kappsmálið í þressari frétt. NEXT!!

 

 


mbl.is Sláandi dánartölur frá Wuhan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Kristján Hjaltested

Sæll Ágúst.

Ef þú heldur virkilega að CCP fari nú allt í einu að birta sannleika, þá er frosið í helviti.

Það vita það allir sem komnir eru til vits og ára að kommúnistar og vinstri flokkar gera allt

til að fela þann viðbjóð sem þeir valda. Nærtækast er hin hreina tæra vinstri tíkisstjórn hennar

Jóhönnu og Steongríms þar sem allt átti að vera uppi á borðum, þar sem 10.000 fjöldskyldur voru bornar

út á guð og gaddinn (rúm 30.000 manns með öllu) og svo kom trixið sem þessir flokkar ávallt gera,

skömmin og drullan var falin með lögum til 110 ára. Svo má líka nefna Reykjavík, en þar er af svo mörgu að

taka að hálfa væri nóg. Hér er linkur á myndband sem er mjög áhugavert og sýnir nákvæmlega

hvernig WHO vinnur og hefur verið stjórnað meira og minna af CCP.

https://www.youtube.com/watch?v=toY-NjUN9CU

M.b.kv.

Sigurður Kristján Hjaltested, 18.4.2020 kl. 12:25

2 Smámynd: Ágúst Kárason

Sæll Sigurður, alveg sammála þér með Jóhönnu og Steingrím, það kom öllum á óvart hvað þau gerðu en ég held ég að þau hafi verið annaðhvort andsetin eða verið hótað lífláti til að vinna svona harkalega gegn þeirra eigin samvisku. Þetta var ekki sama fólkið.

Að Steingrímur skuli enn vera á þingi sýnir mér líka að fjölmargir Íslendingar þjáíst illilega af pólitísku minnisleysi. Hvað fær fólk eiginlega til að gleyma þessari 180 gráðu snarvendu, andsetning kannski líka? Þó að hann sé að margra mati góður pólitíkus þá eru þessi stóru afglöp vel skrásett í hans starfsferil og eiga að vera lögð á vogarskálarnar við kjörkassana og jafnvel fyrr. Hann gæti nefnilega átt það til að flippa út aftur á ögurstundu.

kveðja,

      -Ágúst.

Ágúst Kárason, 19.4.2020 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband