Þykir þetta fréttnæmt?
23.7.2021 | 04:38
Það virðist alltíeinu vera stórmerkilegt núna að óbólusettur einstaklingur hafi náð að smitast og verið lagður inn á spítala. Er það orðið svo óvenjulegt í öllum fréttum af bólusettum að veikjast að það þyki fréttnæmt?.
Óbólusettur einstaklingur á leið í innlögn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fréttin lyktar langar leiðir af því að vera sett fram svo hægt sé að vísa til hennar og segja "sko sjáiði, þetta kemur fyrir ykkur ef þið takið ekki bóluefni".
Alveg án tillits til þess að langflestir sem hafa verið að veikjast í þessari bylgju eru bólusettir og sá óbólusetti sem veiktist fékk smitið frá óbólusettum.
Sóttvarnaryfirvöld gleymdu nefninlega alveg að taka mannlega hegðunarþáttinn með í reikninginn þegar þau lofuðu fólki að allt yrði í lagi eftir að þau tækju bóluefnin.
Þess vegna þarf harðar takmarkanir á hin bólusettu strax, því það eru þau sem flytja veiruna inn í landið og ganga um smitandi blásaklaust fólk.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2021 kl. 19:32
"sá óbólusetti sem veiktist fékk smitið frá bólusettum"
- átti að standa þarna, afsakið innsláttarvilluna.
Guðmundur Ásgeirsson, 23.7.2021 kl. 19:32
Sæll Guðmundur, yfirlæknir landspítalans segir líka að bólusettir séu núna orðnir öryggisógn við spítalann.
https://www.mbl.is/frettir/innlent/2021/07/23/97_prosent_einkennalitil_eda_naer_einkennalaus/
Ágúst Kárason, 24.7.2021 kl. 02:24
"Már segir að tíðni smita meðal bólusettra hafi verið meiri en búist hefði verið við. Bólusett starfsfólk geti til að mynda borið veiruna inn á spítalann."
Þetta bendir til þess að einhverjir gætu verið vakna upp við þann vonda draum að áætlun stjórnvalda er um það bil að bíða algjört skipbrot.
Guðmundur Ásgeirsson, 24.7.2021 kl. 02:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.