Hræðsluáróður

En þetta er fréttnæmt því að þetta er jú svo sjaldgæft. Fólk er misjafnt og þó að hann hafi gengið á fjall einhverntíman og talinn hraustur af sínu fólki þá segir það lítið um heilsu hans. Það er varla hægt að segja að hann hafi verið hraustur ef hann dó af pestinni því að margir óhraustir hafa hrist pestina af sér einsog hvert annað kvef.

Fréttin eða hræðsluáróðurinn lætur það líta út einsog hann hefði sko haft þetta af ef hann hefði verið bólusettur. Það finnst mér firra því eitthvað í heilsu hans hlýtur að hafa verið lélegt.

Ég hef síðan ekki séð neina rannsókn sem ber saman lífslíkur bólusettra og óbólusettra í covid Delta smitum. Bara lesið fréttir um mann sem segir að annar maður hafi sagt að þetta slái hugsanlega eitthvað á veikindin. Einhverjar getgátur sem sagt. Sama var uppá teningnum áður þegar fólki var smalað í sprauturnar. Fljót, fljót við þurfum hjarðónæmi sem fyrst! 94% virkni!  Fyrstur kemur fyrstur fær! Fljót, fljót, það er svo lítið eftir af bóluefnum! Þú ert heppinn jafnvel þó að þú fáir ekki nema eina sprautu!

Lygi, áróður, lygi og aftur lygi.


mbl.is Lést 42 ára, hraustur en óbólusettur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband