Bull og vitleysa!

Er ekki verið að rugla saman lofthelgi og loftvarnarsvæði þarna. Loftvarnarsvæði Taívan eða Taiwan Air Defence Identification Zone nær langt inní Kína. í þessu tilviki voru vélarnar á hafi útí í suðvestur horninu á þessu svæði.Taiwan-Air-Defence-ID-zone 

Moggin talar um að Kína líti á Taívan sem hérað í Kína svona einsog að það sé einhver frekja í Kínverjum að halda þessu fram en lætur vera að minnast á að það er ekki bara Kína sem er á þessari skoðun því öll heimsins stjórnvöld ásamt Íslenskum stjórnvöldum eru á sömu skoðun! Ohh svei Kína að hafa sömu skoðun og við!

Taívan notar opinberlega R.O.C sem stendur fyrir Republic Of China sem á íslensku gæti þýtt "Lýðveldi Kína" á meðan Kína notar P.R.C. People Republic of China eða "Alþýðulýðveldi Kína" Með þessu má augljóslega ætla að báðar "þjóðirnar" geri tilkall til Kína hvar svosem það er nú en því má bæta við að Lýðveldi Kína(Taiwan ROC) var í sæti Kína þegar Sameinuðuþjóðirnar voru stofnaðar en rekin úr sætinu 1971 þegar Alþýðulýðveldi Kína(PRC) var gefið sætið í samþykkt númer 2758 sem hljóðaði uppá að það væri aðeins eitt Kína og Taiwan væri hluti af því. 

Ég mæli með að þegar Mogginn tekur fyrir svona fréttir frá þessu svæði þá noti hann frekar opinberu nöfnin "Lýðveldi Kína" og "Alþýðulýðveldi Kína". Fyrirsögnin á fréttinni myndi þá hljóða svona:

"30 þotur Alþýðulýðveldis Kína í lofthelgi Lýðveldi Kína"

Ef það væri ekki nóg til að rugla fólk þá hefði Moggin átt að bæta við:

"Íslensk stjórnvöld ásamt Alþýðulýðveldi Kína líta á Lýðveldi Kína sem hérað í Alþýðulýðveldi Kína".


mbl.is 30 kínverskar þotur í lofthelgi Taívans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband