Líklega eru þær dýpri en 20 metrar
11.1.2024 | 05:28
Afhverju myndast þessar sprungur? Eru þetta ekki sprungur í grunnberginu sem jarðvegurinn og yngri hraun liggja yfir? eða er þetta bara 20-30 metra jarðvegshreyfing ofan á grunnberginu? Það held ég ekki. Ég er hræddur um að hún nái mun dýpra en hundruði metra niður því eftir að komið er neðar þá gæti hún víkkað enn frekar og jarðvegur og bergbrot ná aldrei að fylla það upp.
Ef það er einsog þeir segja að hún víkki neðar þá er það gefið að þannig er hún nánast alla leið niður því bergið færist í sundur sömu vegalengd alla leið niður. Það getur ekki verið staður í bergplötunni þar sem hún færðist minna í sundur en annarstaðar því að þetta er heil plata.
Ég vona samt innilega að jarðvegur hafi náð að loka henni að hluta þarna efst einsog allt bendir til og að maðurinn finnist sem fyrst.
![]() |
Kortleggja þarf sprungurnar: Gætu verið dýpri en 20 metrar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.