Færsluflokkur: Bloggar

Eru Íslendingar heimskir?

Maður veit svosem hvað verið er að segja en þetta skilar sér ekki vel. Rétta orðið er einfaldlega heimska.

Bæði orðtakið "að lifa í búbblu" og svo orðið sjálft "búbbla" er ekki íslenskt á neinn hátt heldur komið úr ensku einsog flestir vita, "Living in a bubble" en meiningin er að sá sem lifir í loftbólu heyrir lítið eða sér það sem er fyrir utan hana og þar af leiðandi veit lítið um hvað er að gerast fyrir utan. Við lifum í okkar eigin loftbólu væri því orðréttara að segja en það hljómar samt fáráðnlega og engin nær meiningunni.

Að heimfæra þetta rétt uppá Íslensku án þess að móðga neinn og svo það skiljist vel hefði hann getað sagt að Íslendingar eru illa upplýstir og vita lítið um það sem er að gerast utan við garðshliðið hjá þeim en á góðri Íslensku er það venjulega kallað að vera heimskur.

Hann hefði því betur sagt það sem rétt er að Íslendingar eru heimskir.


mbl.is „Við lifum í okkar búbblu og teljum okkur óhætt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þeir hafa nú alltaf haft fullan rétt á að verja sig eða hvað?

Ég átta mig ekki alveg á því afhverju þessi stuðningsyfirlýsing kemur alltaf upp því að ég hef bara aldrei heyrt talað um kröfur þess efnis neinsstaðar að Ísraelsmenn eigi ekki að hafa fullan rétt á að verja sig. Alveg stórundarlegt nema kannski auðvitað að þegar svo vörnin snýst í sókn og verður að allsherjar slátrun á íbúum Gaza þá þurfi að verja hana með einhverjum slíkum yfirlýsingum. Það er kannski það sem er líklegast.

En það er augljóst að það þarf að fara að taka á þessu aðskilnaðar vandamáli milli Palestínumanna sem búa á Gaza og Ísrael. Það má segja með réttu að núna hafi Palestínumenn sem þar búa verið að brjótast út úr fangelsinu því Gaza búðirnar eru gjörsamlega lokaðar frá umheiminum með háum múrum og allt sem fer þar inn eða út er undir stjórn Ísraela.

Þetta er stórt og mikið vandamál og það á eftir að versna mikið fyrir báða aðila eftir þetta.

Ég get ekki séð annað en að Ísrael annaðhvort neyðist að hertaka Gaza einsog það leggur sig en það er hægara sagt en gert.

Eitt er ljóst að á meðan Bandaríkin halda áfram að beita neitunarvaldi á alla gagnrýni á landtöku Ísraels á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna þá verður ekkert annað en tortíming sem bíður fólksinns sem býr á Gaza því það kemst hvergi og það er orðið illa þrengt að því. Þetta á eftir að valda miklum hörmungum fyrir báðar þjóðirnar.


mbl.is Segir Ísrael hafa fullan rétt til að verja sig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju ekki bara að fá þá til að rækta villtan Íslenskan lax í kvíunum?

Þá kvartar enginn yfir því ef þeir sleppa. Það er ekki eins hagkvæmt augljóslega vegna hægari vaxtar og annarra vandamála en hjálpar til þegar þeir sleppa.  Ef þeir geta ræktað þúsundir tonna af eldilaxi afhverju ekki að taka sig til og rækta bara upp villta Íslenska laxastofninn á meðan hann er ennþá hreinn? Það ætti ekki að vera vandsmál með allar ræktunarstöðvarnar tilbúnar útum allt land.

Meira vælið alltaf.


mbl.is Baulað á ráðherra á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skammarleg Íslenska þarna

Afhverju eru útlendingar að líma svona óhroð upp á Íslandi.

Réttara væri að skrifa "Kynblöndun útrýmir hvítum"

Hef aldrei heyrt orðið "Kynblendun" áður.

Kynblöndun breytir reyndar kynstofninum í afkvæminu ef út í það er farið en ef farið er dýpra í það þá væri kannski hægt að segja að hvíti kynstofninn "hyrfi" fyrr ef alsherjar blöndun ætti sér stað því að svartir eru svo mikið fleiri en hvítir á heimsvísu. Hvort það gerist nokkurntíman er ekki gott að segja en mikil blöndun mun líklega eiga sér á komandi árhundruðum. Loftslag mun þó líklega ennþá stjórna að einhverju leiti hvar litarhættir þrífast eftir breiddargráðum svo að það verða líklega alltaf einhver svæði sem haldast óbreytt.  Ég get ekki séð fyrir mér að Afríkubúar sunnan Sahara myndu þrífast vel á Svalbarða nema að hafa góðar byrgðir af D3.

Varðandi fólksfjölgun þá er Afríka í dag að taka frammúr bæði Kína og Indlandi og á ofsahraða.

Skjámynd frá 2023-09-30 12-30-05

Á þessari töflu sem nær yfir tímabilið 1950-2021 sést að landið þar sem flestir hvítir búa, Bandaríkin(60% hvítir) Rússland(82% hvítir) og Bretland(75% hvítir) eru bara smápeð miðað við mannfjölda risana Kínverja, Indverja og Svertingja.

Ísland er vart mælanlegt en er þarna neðst á töflunni.

Það er ágætt að skoða þetta þannig að ef risarnir þrír eru teknir saman þá eru þeir 3 sinnum hærri en taflan sýnir.

Gögnin eru fengin af Our World In Data.


mbl.is Skelfileg skilaboð á útidyrahurðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um veiðar á viltum dýrum

Það er ljóst að vitleysan er komin á það hátt stig hjá sumum embættismönnum þjóðarinnar að Hvalur hf sem stundar veiðar á viltum dýrum gæti þurft að breyta veiðiaðferðum sýnum.

Ég veit ekki til að MAST hafi gert neinar álikar athugasemdir við dráp á öðrum viltum dýrum á íslandi sem oft er ekki hægt að aflífa samstundis, skiljanlega og öll frávik á því eru vegna mistaka en ekki viljandi gerð. Vegna þess er það sérstakt að MAST skuli fara fram á þetta því að Hvalur hf hefur ekki yfirlýsta stefnu um að draga dauðastríð hvala á langinn, þvert á móti. 

Er MAST kannski með einhvern lista yfir ásættanleg dauðatímanörk fyrir vilt dýr á Íslandi? Ég ímynda mér að listinn sé einhvernveginn svona:

Þorskur = 6 sekúndur

Lax = 8 sekúndur

Rjúpa = 11 sekúndur 

Gæs = 17 sekúndur

Hreindýr = 1 mínúta og 30 sekúndur

Hvalur = Undir 30 mínútum

 

Hér eru svo nokkrar tillögur um veiðaðferðir sem MAST getur þvingað á Hval hf:

1. Í staðin fyrir skutul verður sett stór snara framan á stefnið sem verður síðan brugðið á sporðin rétt áður en hvalurinn stingur sér í djúpið.  Þá er hægt að draga hvalinn að skipshliðinni og aflífa hann samstundis af vottuðum slátrara MAST.

2. Nota hringnót og fanga hvalinn sem síðan er fengin að skipshliðinni þar sem hann er aflífaður af vottuðum slátrara MAST.

3. Nota skutul en í staðin fyrir reipi þá verður notaður rafmagnskapall með 10000 voltum. Ef það má drepa menn mannúðlega með rafmagni(USA) þá hljóta dýraverndunarsamtök og MAST að leyfa mannúðlegt rafmagn á villtan hval uppá á Íslandi.

4. Nota litinn eiturskutul sem drepur hvalinn sársaukalaust.

5. Smala hvölunum inní hvalfjörð þar sem þeir eru látnir stranda í þar til gerðu sláturhúsi og þar er síðan hægt að drepa þá mannúðlega einsog Færeyingar gera.

6. Auglýsa veiðiferð sem hvalaskoðunarferð. Þá komast þeir svo nálægt að hægur leikur verður að hitta þá á réttan stað og aflífa samstundis.

 


mbl.is MAST stöðvar veiðar um borð í Hval 8
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rússar eru þegar búnir að eyða 7627 Úkraínskum skriðdrekum...

Hvað munu 14 skriðdrekar geta gert?

Mjög líklega ekkert. Þeir verða skotnir niður einsog allir hinir skriðdrekarnir.  Ef Úkraína hefði nú bara gerst hlutlaus í byrjun einsog allt stefndi í áður en NATO og BNA tóku við taumunum. Núna er ástandið orðið þannig að NATO/BNA er þegar búið að vera í stríði við Rússa í þó nokkurn tíma en neita að viðurkenna það vegna hættu á að verða bein skotmörk. Við erum ekki í stríði við Rússa, segja þeir. Það eina sem við gerum er að senda okkar bestu vopn í orrustuna gegn þeim. Ásamt auðvitað smá viðskiptaþvingunum og öðru smotterí sem tekur vart að minnast á.

Sjá menn virkilega ekki að það verður aldrei hægt að vinna stríðið gegn Rússum í Úkraínu vegna þess að Rússar munu aldrei geta lifað með NATO og vopn þeirra við bæjardyrnar. Ef til þess kemur að þeir sjá fram á að það gæti gerst verður það sjálfu Rússneska ríkjasambandinu svo mikil ógn að þeir munu grípa til þess ráðs að nota stóru bomburnar til að láta það ekki falla í hendur óvinanna og Sarmat er ekki það sem Evrópa og Bandaríkin þurfa að fá sendingar af.

Það er því miður ekki langt í að það gerist með þessu áframhaldi því að NATO/BNA gera allt til að láta það verða að veruleika en neita á sama tíma að gerast ábyrgir fyrir því sem að þeir eru að gera eða að horfast í augu við afleiðingarnar af því.

Rússar hafa í 15 ár varað þá við þessu og þetta eru beinar afleiðingar af því að hafa virt það að vettugi


mbl.is Sleppa hlébörðunum lausum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já var það ekki!

Sulla olíu í sjóinn og drepa hval í leiðinni!!

Þetta eru einhver verstu umhverfisspjöll sem hægt er að hugsa sér ef frá er tekin geislavirkni!

En... einhverntíman verða allir hvalir að deyja þannig að þetta er auðvitað bara dropi í hafið. Loftslagshryðjuverkaklíksn er örugglega ekki sammála.

 


mbl.is Olíumengun reyndist vera sprungið hvalshræ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hann er ekki stríðsfangi...

samkvæmt Genfar sáttmálanum.

Art 47. Mercenaries

  1. A mercenary shall not have the right to be a combatant or a prisoner of war.
  2. A mercenary is any person who:
    • (a) is especially recruited locally or abroad in order to fight in an armed conflict;
    • (b) does, in fact, take a direct part in the hostilities;
    • (c) is motivated to take part in the hostilities essentially by the desire for private gain and, in fact, is promised, by or on behalf of a Party to the conflict, material compensation substantially in excess of that promised or paid to combatants of similar ranks and functions in the armed forces of that Party;
    • (d) is neither a national of a Party to the conflict nor a resident of territory controlled by a Party to the conflict;
    • (e) is not a member of the armed forces of a Party to the conflict; and
    • (f) has not been sent by a State which is not a Party to the conflict on official duty as a member of its armed forces.

mbl.is Rússar komi í veg fyrir aftöku stríðsfanga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Málaliðar eru ekki hermenn.

Og falla þar af leiðandi ekki undir alþjóðalög um meðferð og handtökur stríðsfanga.

Í Genfar sáttmálanum er svohljóðandi varðandi málaliða.

Art 47. Mercenaries

  1. A mercenary shall not have the right to be a combatant or a prisoner of war.
  2. A mercenary is any person who:
    • (a) is especially recruited locally or abroad in order to fight in an armed conflict;
    • (b) does, in fact, take a direct part in the hostilities;
    • (c) is motivated to take part in the hostilities essentially by the desire for private gain and, in fact, is promised, by or on behalf of a Party to the conflict, material compensation substantially in excess of that promised or paid to combatants of similar ranks and functions in the armed forces of that Party;
    • (d) is neither a national of a Party to the conflict nor a resident of territory controlled by a Party to the conflict;
    • (e) is not a member of the armed forces of a Party to the conflict; and
    • (f) has not been sent by a State which is not a Party to the conflict on official duty as a member of its armed forces.

Mogginn er strax byrjaður að tala um að þeir hafi "ráðið sig" í Úkrínska herinn, svona einsog að það geri þá eitthvað löglegri málaliða. Bandaríkin eru þegar búin að skrifa þá af sem þeirra afsprengi svo að þeir eru einungis á þeirra eigin vegum.

Bretarnir sem voru teknir til fanga í Donbass nýlega eru málaliðar samkvæmt skilgreiningunni. Annar þeirra var að berjast í Sýrlandi. "Hired gun" einsog sagt er í Villta Vestrinu.

Það er ekkert löglegt við það að vera málaliði.

Þetta er rétt að byrja.

 


mbl.is Tveir bandarískir hermenn Úkraínuhersins týndir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Baywatch?

Strandvörðu í Reynisfjöru þarf að vera í viðbragðsstöðu á öllum stundum á sérgerðum útsýnisturn sem sér vel til allra átta. Ekki kannski léttklæddur á sundskýlunni heldur klæddur í þunnan flotbúning og með öll tól til reiðu sem nýtast til bjargar fólki sem lendir í klónum á Ægi. Turnin þarf að vera með súlu niður úr honum svona einsog slökkvistöðvar hafa svo að strandvörðurinn geti rennt sér niður þegar hann verður vitni af manneskju í vanda og komið henni til hjálpar eins fljótt og auðið er.

Hann þarf einnig að vera líkamlega sterkur og hafa getu og þor til að fara í brimið til hjálpar jafnvel þó að veður sé slæmt og sjógangur mikill. 

David Haselhoff, where art thou!


mbl.is „Það er oft viðbjóður sem maður fær yfir sig“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband