Færsluflokkur: Bloggar
Bjuggust menn við einhverju öðru?
23.3.2020 | 08:15
Var stefnan í upphafi virkilega tekin á bjartsýnisspána? Venjulega þegar um mannslíf er að tefla er unnið frá svörtustu spánni og svo slakað á eftir að menn gera sér betur grein fyrir hættunni. Og þarf virkilega að gera reiknilíkan til að búa til einhverja bjartsýnisspá sem er svo unnið eftir þegar við höfum biksvartan raunveruleikan æpandi á okkur frá Ítalíu og víðar? Ég bara átta mig ekki á þessu. Halda menn að þessi veira hafi kannski slappast eitthvað við ferðalagið til Íslands?
Ég vona bara að þessi nýji/gamli lyfjakokteill sem var verið að prófa komi að gagni þegar þetta verður komið á fullt skrið eftir nokkrar vikur því ég reikna ekki með að menn séu undirbúnir undir það sem koma skal.
Sú stefna sem menn enda með í svona bardaga er stefnan sem átti að taka í upphafi.
![]() |
Stefnum í dekkstu spána |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Sýrlenskt góðgæti til styrktar Jemen
3.6.2018 | 03:19
Mogginn þegir alveg um hverjir standa að baki þessum hörmungum og hverjir fóðra drápsvélina sem er að sprengja allt í tætlur í Jemen. Það er einsog það sé algjört aukaatriði og komi málinu bara ekkert við. Það mætti halda að þetta væru náttúruhamfarir sem væru að hrjá Jemena. Bæði BNA og Bretar(já þeir sömu og vildu ræna okkur 2008 sem allir virðast hafa gleymt) hafa selt Sádum vopn til þessa stríðsrekstrar og styðja dyggilega við bakið á þeim í þessari slátrun. Afar sérstæð afstaða hjá Mogganum en svosem ekkert nýtt þegar kemur að stuðningi við illu öflin.
![]() |
Sýrlenskt góðgæti til styrktar Jemen |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Trekantar eru ekki fyrir alla
13.12.2017 | 15:23
Nennti ekki að lesa greinina en ef hann langar í professional trekant þá væri þessi hlekkur góð byrjun svona til að sjá um hvað þetta snýst.
Getting professional in trekant
![]() |
Elskar kærustuna en langar í trekant |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlekkur á upprunalegu fréttina
27.2.2012 | 03:13
Hvergi talað um hótun um tortímingu Ísraels, aðeins að "Ísraelska ríkistjórnin sé á barmi upplausnar og muni vissulega leysast upp ef ráðist verður á Íranska lýðveldið."
Hlekkur á upprunalega frétt á PressTV : http://www.presstv.ir/detail/228296.html
Greining á annarri frétt sem fór einsog eldur um sinu á sýnum tíma og er enn notuð.
Svona kom þetta í fréttum : "Israel wiped off the map" eða "Ísrael þurrkað útaf kortinu"
Í raun var það "the regime occupying Jerusalem must vanish from the page of time"eða "Stjórnin sem er við völd í Jerusalem þarf að hverfa í tímans rás"
Hlekkur: http://www.guardian.co.uk/commentisfree/2006/jun/14/post155
![]() |
Íran hótar tortímingu Ísraels |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 03:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)